Helmingi fleiri sem njóta húsaleigubóta á milli ára
Um 50% aukning varð á fjölda þeirra sem nutu húsaleigubóta frá Reykjanesbæ á milli ára. Heildarútgjöld Reykjanesbæjar vegna húsaleigubóta árið 2004 var kr. 41.200.000. Ekki hafa fengist svör frá Reykjanesbæ um hvaða skýringar geta legið að baki þessari aukningu.
Einstaklingar sem eru undir viðmiðunarreglum um tekju- og eignarmörk og leigja íbúðarhúsnæði til búsetu geta fengið greiddar húsaleigubætur.
Skilyrði fyrir húsleigubótum er að húsaleigusamningur fyrir húsnæði sé til sex mánaða eða lengri tíma, að honum hafi verið þinglýst og að viðkomandi sé með lögheimili í sveitarfélaginu. Þó eru námsmenn eru undanþegnir frá því að eiga lögheimili í Reykjanesbæ. Kemur þetta fram í ársskýrslu Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar.