Hellulagt í Sandgerði
Sandgerðisbær hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir umbótum þar sem gangstéttir í bænum hafa verið hellulagðar og er þar um mikla bragarbót að ræða þar sem margar götur hafa fengið andlitslyftingu. Þá hafa lagnir einnig verið endurnýjaðar í þeim götum sem hafa verið endurnýjaðar.
Í sumar hefur verkið gengið vel og lauk framkvæmdum í eftirtöldum götum:
Brekkustíg, Vallargötu, Túngötu, Víkurbraut, Austurgötu, Suðurgötu og Hlíðargötu.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við þær götur sem eftir er ljúki á næsta ári, en auk þess eru framkvæmdir við lóð miðbæjarhússins Vörðunnar einnig að hefjast. Gatnagerð og framkvæmdum við lagnir er nærri lokið.
Á myndinni sér niður Brekkustíg að framkvæmdum loknum.