Helguvíkurmjöl fær stærri lóð í Helguvík
Helguvíkurmjöl hf. hefur óskað eftir að stækka leigulóð sína að Stakksbraut 3 í Helguvík um 82 m2 í norð-austurhluta frá lóð sinni.
Fyrirhugað er að byggja við flokkunarhúsið og bora nýja borholu á þessu svæði og æskilegt að borholan sé innan lóðar.
Atvinnu- og hafnaráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt erindið.