Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Helguvíkurhöfn og Njarðvíkurhöfn á samgönguáætlu
Þriðjudagur 23. október 2018 kl. 10:13

Helguvíkurhöfn og Njarðvíkurhöfn á samgönguáætlu

Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 og tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023 en þar er gert ráð fyrir fjárframlögum úr ríkissjóð til framkvæmda í höfnum Reykjaneshafnar.
 
„Stjórn Reykjaneshafnar lýsir yfir ánægju sinni með að inni í fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023 er gert ráð fyrir framlögum úr ríkissjóði, annars vegar til uppbyggingar í Helguvíkurhöfn og hins vegar til viðhaldsframkvæmda í Njarðvíkurhöfn. Um er að ræða framkvæmdir sem efla rekstur Reykjaneshafnar til komandi ára og auðvelda höfninni að sinna viðskiptavinum sínum,“ segir í bókun stjórnar hafnarinnar sem var samþykkt samhljóða á fundi hafnarinnar í síðustu viku.

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024