Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Helguvíkurfrumvarp fer í gegn sama hvaða ríkisstjórn verður við völd
Miðvikudagur 20. mars 2013 kl. 11:15

Helguvíkurfrumvarp fer í gegn sama hvaða ríkisstjórn verður við völd

- segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Frumvarpið er í lokavinnslu.

„Það er verið að leggja lokahönd á frumvarpið í Fjármálaráðuneytinu þannig að þetta er á lokasprettinum,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar um málefni Helguvíkur en nýlega gaf fjármálaráðherra það út að sambærilegir samningar um ívilnanir vegna uppbyggingar í Helguvík yrðu gerðir við Reykjanesbæ, líkt og gert hefur verið vegna Bakka í Norðurþingi.

Málið fékk mikla umræðu á bæjarstjórnarfundi í Reykjaesbæ í gær. (Sjá aðra frétt hér á vf.is). Björgvin sagði að þó svo að málið fengi ekki lokaafgreiðslu fyrir þinglok núna væri formsatriði að ljúka því þegar ný ríkisstjórn tæki við, hverjir svo sem skipuðu hana. „Þetta flýgur í gegn þegar frumvarpið er tilbúið. Áður þarf að ljúka við samning milli ríkis og Reykanesbæjar sem ætti að vera formsatriði“, sagði Björgvin.

Um er að ræða háar upphæðir sem renna til framkvæmda í Helguvík, víkjandi lán upp á rúman milljarð og hundruð milljóna króna vegna þjálfunarstyrkja fyrir kísilver, styrki til vegagerðar, lóðaframkvæmda og hafnarframkvæmdir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024