Helguvíkurálver tekur á sig mynd
Álver Norðuráls í Helguvík er farið að taka á sig mynd. Byrjað er að reisa stálgrind fyrsta kerskálans en fyrsta þaksperran var reist nú fyrir hádegið.
Inni á Alþingi er vonast til þess að fjárfestingarsamningur vegna álvers Norðuráls í Helguvík verði tekinn til afgreiðslu í dag. Samningurinn er álversmönnum nauðsynlegur og forsenda fjármögnunar verkefnisins.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson