Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Helguvíkurálver: Framkvæmdaleyfi veitt á morgun
Þriðjudagur 11. mars 2008 kl. 13:36

Helguvíkurálver: Framkvæmdaleyfi veitt á morgun

Bæjarstjórnirnar í Garði og Reykjanesbæ munu væntanlega afgreiða framkvæmda- og byggingaleyfi fyrir álver í Helguvík á fundum á morgun. Boðað hefur verið til funda hjá báðum bæjarstjórnunum á morgun vegna málsins.

Byggingafulltrúar sveitarfélaganna hafa samþykkt umsókn Norðuráls.

Breytt deiliskipulag Helguvíkur var samþykkt í báðum sveitarfélögunum í síðustu viku en það var forsenda þess að álver yrði reist á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024