Helguvíkurál: Grindavík, Þorlákshöfn og Keilisnes komu einnig til greina
Fjórir staðir í Suðurkjördæmi komu til greina við staðarval Norðuráls fyrir nýtt álver. Fyrirtækið skoðaði möguleika á staðsetningu á Keilisnesi í Vatnsleysustrandarhreppi, við Þorlákshöfn, í Grindavík og í Helguvík í Reykjanesbæ.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, upplýsti á íbúafundi í Heiðarskóla á miðvikudagskvöld að Helguvík hafi fengið bestu einkunn Norðuráls-manna. Það var ljóst á fundinum að fólk var spennt fyrir hugmyndinni um álver í Helguvík og enginn mælti á móti henni. Hins vegar var spurt hvar háspennustrengurinn að Helguvík muni liggja. Sáu íbúar ekki fyrir sér háspennumöstur ofan við byggðina, þ.e. milli byggðar og Keflavíkurflugvallar. Það kom hins vegar fram á fundinum að menn væru nú ekki komnir svo langt í þeim málum að ákveða lagningu háspennulínunnar. Það kæmi hins vegar til greina að leggja háspennulínu m.a. frá Reykjanesi að tengivirki á Fitjum og fara þaðan með sæstreng til Helguvíkur. Þá er alltaf möguleiki að grafa háspennulínur í jörð, en það er dýr aðgerð.
Myndin: Byggingar Norðuráls á Grundartanga hafa hér verið „fluttar“ yfir á mynd af Helguvík til að sýna það rými sem álverið þyrfti. Iðnaðarsvæðið í Helguvík er 180 hektarar, eða 180 fótboltavellir að stærð. Nóg pláss eftir þrátt fyrir allt að 250 þúsund tonna álver.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, upplýsti á íbúafundi í Heiðarskóla á miðvikudagskvöld að Helguvík hafi fengið bestu einkunn Norðuráls-manna. Það var ljóst á fundinum að fólk var spennt fyrir hugmyndinni um álver í Helguvík og enginn mælti á móti henni. Hins vegar var spurt hvar háspennustrengurinn að Helguvík muni liggja. Sáu íbúar ekki fyrir sér háspennumöstur ofan við byggðina, þ.e. milli byggðar og Keflavíkurflugvallar. Það kom hins vegar fram á fundinum að menn væru nú ekki komnir svo langt í þeim málum að ákveða lagningu háspennulínunnar. Það kæmi hins vegar til greina að leggja háspennulínu m.a. frá Reykjanesi að tengivirki á Fitjum og fara þaðan með sæstreng til Helguvíkur. Þá er alltaf möguleiki að grafa háspennulínur í jörð, en það er dýr aðgerð.
Myndin: Byggingar Norðuráls á Grundartanga hafa hér verið „fluttar“ yfir á mynd af Helguvík til að sýna það rými sem álverið þyrfti. Iðnaðarsvæðið í Helguvík er 180 hektarar, eða 180 fótboltavellir að stærð. Nóg pláss eftir þrátt fyrir allt að 250 þúsund tonna álver.