Helguvík: Undirbúningur álversathugana á áætlun
Undirbúningur vegna skoðunar á álveri Norðuráls í Helguvík gengur samkvæmt áætlun að sögn Hauks Einarssonar verkfræðings hjá HRV, sem vinnur að undirbúningi að mati á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
Gert er ráð fyrir að Frummatsskýrsla verði undirbúin og kynnt n.k. haust og vænst er álits Skipulagsstofnunar næsta vetur.
Kostnaður Norðuráls vegna könnunarverkefna í Helguvík á árinu nema um 50 - 70 milljóna króna.
Að mati Júlíusar Jónssonar forstjóra Hitaveitu Suðurnesja er unnt að virkja yfir 5300 GWH/ á ári með jarðgufuvirkjun á Reykjanesi á næstu árum. Þetta kom fram á nýliðnu framkvæmdaþingi Reykjanesbæjar sem haldið var þan 9. mars sl.
Þar kom fram að mikil tækifæri eru til orkuframleiðslu á Reykjanesi. Auk svæðis í umhverfi Reykjanesvirkjunar nefndi Júlíus, Eldvörp í Svartsengi, Trölladyngju, Sandfell, Austurengjar og Seltún í krísuvík. Þótt einnig væru talin mikil tækifæri til jarðgufuvirkjunar í brennisteinsfjöllum taldi Júlíus umhverfi þar viðkvæmt fyrir breytingum en HS vildi vinna verk sín í sátt við umhverfið.
Norðurál hefur lýst því yfir að fyrirtækið er reiðubúið að hefja framkvæmdir við 120 þúsund tonna álver í Helguvík strax á næsta ári. Fjárfesting í álveri og virkjunum á ársgrundvelli yrði um 1/3 af því sem verið hefur undanfarin 2 ár. Áætlað er að um 500 ársverk skapist af álverinu ef af framkvæmdum yrði en aðstaða í Helguvík er nánast tilbúin. þar er hafnarsvæði stórt og tiltölulega lítill kostnaður við framlengingu hafnarmannvirkja.
Ef næg orka fæst til verkefnisins telur Norðurál sig geta hafið rekstur árið 2009 en álverið mun þurfa 200 MW orku til verkefnisins. Hitaveita Suðurnesja telur sig geta útvegað 100 MW fyrir þann tíma en óskað hefur verið eftir við orkuveitu Reykajvíkur og Landsvirkjun um að aðstoða við það sem á vantar. Orkuveita Reykajvíkur hefur tekið vel í erindið, enda stóð upphaflega til að HS og OR myndu undirrita sameiginilega viljayfirlýsingu varðandi það.
Af vef Reykjanesbæjar
Gert er ráð fyrir að Frummatsskýrsla verði undirbúin og kynnt n.k. haust og vænst er álits Skipulagsstofnunar næsta vetur.
Kostnaður Norðuráls vegna könnunarverkefna í Helguvík á árinu nema um 50 - 70 milljóna króna.
Að mati Júlíusar Jónssonar forstjóra Hitaveitu Suðurnesja er unnt að virkja yfir 5300 GWH/ á ári með jarðgufuvirkjun á Reykjanesi á næstu árum. Þetta kom fram á nýliðnu framkvæmdaþingi Reykjanesbæjar sem haldið var þan 9. mars sl.
Þar kom fram að mikil tækifæri eru til orkuframleiðslu á Reykjanesi. Auk svæðis í umhverfi Reykjanesvirkjunar nefndi Júlíus, Eldvörp í Svartsengi, Trölladyngju, Sandfell, Austurengjar og Seltún í krísuvík. Þótt einnig væru talin mikil tækifæri til jarðgufuvirkjunar í brennisteinsfjöllum taldi Júlíus umhverfi þar viðkvæmt fyrir breytingum en HS vildi vinna verk sín í sátt við umhverfið.
Norðurál hefur lýst því yfir að fyrirtækið er reiðubúið að hefja framkvæmdir við 120 þúsund tonna álver í Helguvík strax á næsta ári. Fjárfesting í álveri og virkjunum á ársgrundvelli yrði um 1/3 af því sem verið hefur undanfarin 2 ár. Áætlað er að um 500 ársverk skapist af álverinu ef af framkvæmdum yrði en aðstaða í Helguvík er nánast tilbúin. þar er hafnarsvæði stórt og tiltölulega lítill kostnaður við framlengingu hafnarmannvirkja.
Ef næg orka fæst til verkefnisins telur Norðurál sig geta hafið rekstur árið 2009 en álverið mun þurfa 200 MW orku til verkefnisins. Hitaveita Suðurnesja telur sig geta útvegað 100 MW fyrir þann tíma en óskað hefur verið eftir við orkuveitu Reykajvíkur og Landsvirkjun um að aðstoða við það sem á vantar. Orkuveita Reykajvíkur hefur tekið vel í erindið, enda stóð upphaflega til að HS og OR myndu undirrita sameiginilega viljayfirlýsingu varðandi það.
Af vef Reykjanesbæjar