Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Helguvík: Gert ráð fyrir álveri í þjóðhagsspá
Þriðjudagur 15. apríl 2008 kl. 15:32

Helguvík: Gert ráð fyrir álveri í þjóðhagsspá


Álver í Helguvík er einn af þáttum sem gert er ráð fyrir í endurskoðaðri þjóðhagsspá fjármálaraáðuneytisins sem birt var í dag. Þar er fjallað er um framvindu og horfur helstu þátta efnahagsmála á árunum 2008-2010 á grundvelli nýrrar þjóðhagsspár fjármálaráðuneytisins auk framreikninga til ársins 2013.

Væntanlegt álver er talið lengst á veg komið af öllum stóriðjuáformum og er hið eina í þeim hópi sem er gert ráð fyrir í meginspá, en aðrar, t.d. álver Alcoa á Bakka við Húsavík, stækkun álvers í Straumsvík og væntanlegar hreinkísilverksmiðjur í Þorlákshöfn, eru sagðar á undirbúningsstigi og eru því í fráviksspá.

Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga álversins í Helguvík, sem stefnt er að því að gangsetja árið 2010, eru 60-70 milljarðar. Þar af fer rúmlega helmingur í kaup á tækjum og búnaði, en um 15% í launakostnað og annað eins vegna kaupa á byggingarefni og búnaði.

Í kafla um losunarheimildir vegna gróðurhúsalofttegunda frá væntanlegum stóriðjuverkefnum segir að vissulega sé ekki ljóst hvort þær muni allar rúmast innan marka. Það er hins vegar ekki útilokað að hagkvæmt gæti reynst að reka álver á Íslandi, þótt kaupa þyrfti til þess losunarheimildir á markaði

Í skýrslunni segir að framkvæmdirnar myndu auka umsvif í efnahagslífinu umtalsvert sem gæti reynt á þanþol þess.

Í skýrslunni segir orðrétt: „Gert er ráð fyrir að Seðlabankinn myndi mæta fyrirhuguðum framkvæmdum með hærri stýrivöxtum til þess að draga úr auknum þrýstingi á verðlag og lækkun stýrivaxtarferilsins yrði því ekki eins mikil eins og gert er ráð fyrir í grunnspánni. Einnig er viðbúið að framkvæmdirnar myndu stuðla að styrkingu krónunnar.“

Mynd samsett úr tölvumyndum af vef Norðuráls

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024