Helgin róleg hjá lögreglunni
Á dagvaktinni voru tveir ökumenn kærðir fyrir að nota ekki bílbelti við aksturinn. Þá var einn eigandi bifreiðar kærður fyrir að mæta ekki með bifreið sína til skoðunnar á tilsettum tíma. Lögreglan hafði afskipti af átta ára stúlku sem ekki var með hjálm á höfði er hún ók um á reiðhjóli. Á sunnudagsmorgun var lögreglu tilkynnt að rúða hefði verið brotin í bifreið við Íshússtíg í Keflavík. Kastað hafði verið stóru grjóti inn um rúðu vinstri afturhurðar.