Helgi með 40 æfingar á fertugsafmæli konunnar
Grindvíkingurinn og líkamsræktarfrömuðurinn Helgi Jónas Guðfinsson hefur gefið út aðra bók um líkamsrækt. Nýja bókin ber heitið „Little Lessons on HIIT“. Fyrri bók Helga Jónasi var um tíma metsölubók á Amazon. Nýja bókin kom út á rafrænu formi á Amazon sl. fimmtudag en von er á prentaðri útgáfu á næstunni.
Helgi Jónas greindi frá því á Facebook að hann hefði ákveðið að drífa í útgáfu 27. september þar sem að eiginkona hans, Arnfríður Kristinsdóttir, fagnaði 40 ára afmæli þann dag. Í bókinni eru einmitt 40 æfingar en þessi tvenna var þó alger tilviljun. Helgi skilaði inn 36 æfingum til ritstjórans síns sem lagði hart að honum að bæta við 4 enn og útkoman er 40 æfingar á 40 ára afmælinu, segir á grindavik.is.