Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Helgi Einar: „Gott að vera kominn heim“
Miðvikudagur 28. júlí 2004 kl. 13:39

Helgi Einar: „Gott að vera kominn heim“

Helgi Einar Harðarson, hjartaþegi úr Grindavík, er kominn heim en hann lenti á Keflavíkurflugvelli um hádegisbilið. Hann hefur dvalið í Svíþjóð undanfarnar sex vikur þar sem hann gekkst undir hjarta og nýrnaígræðslu. „Það er gott að vera kominn heim, núna tekur við að hitta fjölskyldu og vini,“ sagði Helgi í samtali við Víkurfréttir. Nánustu ættingjar Helga mættu upp á flugvöll og tóku á móti honum með blómum og kossum. „Hann er sannkölluð hetja,“ sagði einn ættingjana en gert var ráð fyrir því að Helgi yrði lengur í Svíþjóð. Bati hans er hinsvegar með eindæmum góður þar sem sjúklingar sem ganga undir slíkar aðgerðir eru mun lengur að jafna sig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024