Helgarveðrið: léttir til á morgun
Spáð er Suðvestan 5-15 m/s á vestanverðu landinu í dag. Súld eða rigning í dag, en skúrir vestantil í nótt og hiti 7 til 13 stig. Norðvestan og vestan 10-15 m/s norðaustanlands á morgun, en annars hægari norðlæg átt víðast hvar. Slydduél á Norður- og Norðausturlandi, en léttir víða til annars staðar. Hiti 0 til 5 stig nyrðra, en 5-10 sunnantil. Á sunnudag er spáð léttskýjuðu sunnanlands. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.