Helgarrúnturinn á Þorbirni
- Einkabíll ók niður fjallið sem merktur er lokaður
Einkabíll ók um síðastliðna helgi upp og niður Þorbjarnarfell í Grindavík. Vegurinn er merktur lokaður og þar er öll almenn umferð bíla bönnuð. Þorbjörn er mikið útivistarfjall og er fjöldinn allur af fólki sem gengur veginn sem bíllinn ók daglega. Ökumaðurinn virtist lítið kippa sér upp við það að gangandi vegfarendur væru á vegi hans og ók sína leið en þarna hefði getað skapast mikil hætta fyrir þá sem voru á göngu á fjallinu.