Helgarannríki lögreglunnar
Á föstudag urðu tvö umferðaróhöpp á Grindavíkurvegi, en á veginum hafði myndast glerhálka í ljósaskiptunum. Það fyrra var tilkynnt kl. 08:31 en þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni í hálku með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utanvegar og valt. Ökumaður var einn í bílnum og er talið að hann hafi hlotið talsverða áverka. Hann var fluttur á Sjúkrahús Suðurnesja. Klukkan 09:50 missti annar ökumaður stjórn á bifreið sinni í hálkunni og lenti utan vegar. Bifreiðin skemmdist töluvert en ökumaður slapp ómeiddur. Lögreglan vill vara ökmenn við þessum aðstæðum sem skapast oft á þessum árstíma, sérstaklega í ljósaskiptum. Á föstudagskvöldið klukkan 22:03 missti ökumaður stjórn á bifreið sinni innanbæjar í Grindavík, þegar hann var að skipta um geisladisk í hljómflutningtækjum, leit af veginum og þegar hann leit upp stefndi bifreiðin á ljósastaur. Við það að sveigja hjá staurnum missti hann stjórn á bifreiðinni, lenti utanvegar og hafnaði á grindverki. Ökumaðurinn slapp ómeiddur.
Á laugardagskvöldið kl. 20:10 var tilkynnt um eld í eyðibýli á Vatnsleysuströnd. Þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn var húsið alelda. Við rannsókn málsins kom í ljós að tveir drengir, annar 10 ára og hinn 11 ára, höfðu verið í húsinu fyrr um daginn, kveikt þar á kertum og þar sem þeim hafi verið kalt þá hafi þeir kveikt í netum. Þeir fóru heim um kl. 18:30, en töldu sig hafa slökkt eldinn áður en þeir fóru heim.
Á laugardagskvöldinu um kl. 23:22, tóku lögreglumenn mikið ölvaðan 15 ára ungling í Njarðvíkum og óku honum til síns heima. Mun hann hafa verið í "heimaparýi ásamt fleiri krökkum 13-15 ára og var þar haft áfengi um hönd.
Á laugardagskvöldið kl. 20:10 var tilkynnt um eld í eyðibýli á Vatnsleysuströnd. Þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn var húsið alelda. Við rannsókn málsins kom í ljós að tveir drengir, annar 10 ára og hinn 11 ára, höfðu verið í húsinu fyrr um daginn, kveikt þar á kertum og þar sem þeim hafi verið kalt þá hafi þeir kveikt í netum. Þeir fóru heim um kl. 18:30, en töldu sig hafa slökkt eldinn áður en þeir fóru heim.
Á laugardagskvöldinu um kl. 23:22, tóku lögreglumenn mikið ölvaðan 15 ára ungling í Njarðvíkum og óku honum til síns heima. Mun hann hafa verið í "heimaparýi ásamt fleiri krökkum 13-15 ára og var þar haft áfengi um hönd.