Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Helga Sigurðardóttir með einkasýningu í Saltfisksetrinu
Föstudagur 18. mars 2005 kl. 11:47

Helga Sigurðardóttir með einkasýningu í Saltfisksetrinu

Helga Sigurðardóttir heldur einkasýningu á vatnslitaverkum í Saltfisksetrinu í Grindavík 19. mars – 4. apríl 2005, kl. 11:00 – 18:00 alla daga.  Opnun sýningarinnar: Orkuflæði lands og fjalla verður 19. mars kl. 14:00.
Helga Sigurðardóttir hefur stundað nám við Myndlistarskóla Kópavogs frá 1992. Hún hefur haldið einkasýningu í Lækjarási 2001 og samsýningu í Gallerí 5 2002. Helga er ein af fimm rekstraraðilum, sem rekur Gallerí 5, Skólavörðustíg 1a.
Helga er með listaverk á vefsíðu www.art-iceland.com
Aðalviðfangsefni sýningarinnar : Orkuflæði lands og fjalla, er krafturinn, stórfengleg fegurð og litadýrð í íslenskri náttúru og umhverfi. Verkin túlka sterk áhrif náttúrunnar. Notkun kröftugra lita mikils flæðis og litasprenginga eru eikennandi. Innblástur margra verkanna er fenginn frá Snæfellsjökli og er jökullinn sýndur í mismunandi litbrigðum. Margar aðrar náttúruperlur hafa verður hugmyndahvatar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024