Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Helga Sigrún nýr kosningastjóri Bjartrar framtíðar
Frá vinstri: Valgerður Björk Pálsdóttir framkvæmdastjóri, Unnsteinn Jóhannsson upplýsinga- og samskiptafulltrúi og Helga Sigrún Harðardóttir kosningastjóri.
Fimmtudagur 2. júní 2016 kl. 23:12

Helga Sigrún nýr kosningastjóri Bjartrar framtíðar

Framkvæmdastjórn Bjartrar framtíðar hefur ráðið Njarðvíkinginn Helgu Sigrúnu Harðardóttur í tímabundna ráðningu sem kosningastjóra flokksins í komandi alþingiskosningum. Hún hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri og lögfræðingur höfundaréttarsamtakanna Fjölís.

Helga Sigrún er lögfræðingur að mennt auk þess sem hún er með meistarapróf í samskiptastjórnun, diplóma í náms- og starfsráðgjöf og kennarapróf. Þá hefur hún m.a. starfað sem verkefnastjóri hjá Impru, nýsköpunarmiðstöð og við atvinnuráðgjöf á Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar. Hún starfaði jafnframt sem skrifstofustjóri þingflokks Framsóknar á árunum 2005-2008 og sat á þingi frá nóvember 2008 til apríl 2009. Í kjölfarið sagði hún sig úr flokknum og hefur ekki átt aðild að stjórnmálaflokkum síðan, þangað til nýverið þegar hún tók sæti fyrir hönd Bjartrar framtíðar í félagsmálaráði Kópavogsbæjar og í stjórn Reykjanesfólksvangs.

Helga Sigrún var kynnt fyrir baklandinu á stjórnarfundi flokksins í kvöld, en í stjórn Bjartrar framtíðar sitja 80 manns.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024