Helga Sigrún hjá MOA: Samstarf við íslenska háskóla
Síðastliðinn vetur sendi MOA öllum háskólanemum hérlendis, sem skráðir voru til heimilis á svæðinu, boð um aðstoð við að koma þeim í samband við fyrirtæki og stofnanir þegar þeir stæðu frammi fyrir vali á verkefnum. Þó nokkrir háskólanemar, frá Háskólanum í Reykjavík, Tækniskólanum og Viðskiptaháskólanum á Bifröst höfðu samband þá strax og nokkrir hópar hafa unnið að sínum verkefnum á svæðinu. Víkurfréttir höfðu samband við Helgu Sigrúnu Harðardóttur hjá Markaðs- og Atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar og fengu nánari upplýsingar um verkefnið.Hvernig hafa viðbrögðin við þessu verið?
Viðbrögðin eru góð. Menn þurfa kannski að átta sig á hvers konar samvinnu gæti verið um að ræða og hvaða þættir það eru sem gera þarf greiningu á, auk þess að venjast því að það komi utanaðkomandi aðili til að taka út einhverja þætti í rekstrinum eða aðstoði við að finna lausnir á ákveðnum málum. Ég held að stundum séu menn að horfa svolítið í naflann á sjálfum sér og sjá ekki alltaf hvað þarf að gera og hvernig og því sé gott að fá inn ný viðhorf. Menn finna það fljótt, hvers konar ávinningur það er að vinna með aðilum sem koma beint úr fersku háskólaumhverfinu og ég tel að tækifærin fyrir fyrirtæki hér á svæðinu séu gríðarlega mikil þar sem við búum á svæði sem nýtur sérstöðu samanborið við mörg önnur svæði á landinu.
Eru einhver verkefni í vinnslu núna?
Já, verið er að vinna eitt verkefni fyrir Reykjanesbæ í augnablikinu og tvö til viðbótar eru í farvatninu á svæðinu öllu.
Geturðu nefnt einhver?
Nemendur við Tækniháskóla Íslands eru að vinna þjónustukönnun fyrir MOA, sem þeir eru langt komnir með. Búið er að hringja í 600 íbúa og safna upplýsingum um ýmsa þjónustuþætti bæjarins. Þeir koma til með að nota ákveðna hugmyndafræði sem nefnist ServQual en hún byggir á því að kortleggja og meta til einkunnar þá þjónustu sem bærinn telur sig vera að veita og það hvernig íbúarnir upplifa svo sömu þjónustu í því skyni að komast að því hvort hinir ýmsu þjónustuþættir standast væntingar íbúanna.
Hvað gerir þetta fyrir atvinnulíf á Suðurnesjum?
Hugmyndaflug eigenda og stjórnenda og hæfni þeirra til að sjá möguleika á slíku samstarfi kemur til með að ráða því hvernig til tekst og hver ávinningurinn verður. Ef vilji er til að nýta sér þátttöku háskólanema við frekari uppbyggingu atvinnulífsins á svæðinu þá höfum við tækifæri til þess.
Hvar verða þessi verkefni birt?
Það verður nú sjálfsagt misjafnt hvar þessi verkefni verða birt. Eitthvað af þeim gæti orðið trúnaðarmál milli þess sem vinnur verkið og fyrirtækisins eða verkkaupans þar sem viðkvæmar trúnaðarupplýsingar sem varða samkeppnisstöðu fyrirtækisins verða til við slíka vinnu en ég geri ráð fyrir að niðurstöður
þjónustukönnunarinnar verði kynntar þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir og að ef unnið verður fleira í þessum dúr fyrir opinbera aðila, séu það upplýsingar sem liggi á lausu.
Er MOA með einhverjar fleiri hugmyndir í svipuðum dúr í farvatninu?
Við höfum auðvitað verið í samvinnu við ýmsa aðila og já, því er ekki að neita að við höfum séð tækifæri á samstarfi sem of snemmt er að opinbera á þessari stundu, hvert er.
Viðbrögðin eru góð. Menn þurfa kannski að átta sig á hvers konar samvinnu gæti verið um að ræða og hvaða þættir það eru sem gera þarf greiningu á, auk þess að venjast því að það komi utanaðkomandi aðili til að taka út einhverja þætti í rekstrinum eða aðstoði við að finna lausnir á ákveðnum málum. Ég held að stundum séu menn að horfa svolítið í naflann á sjálfum sér og sjá ekki alltaf hvað þarf að gera og hvernig og því sé gott að fá inn ný viðhorf. Menn finna það fljótt, hvers konar ávinningur það er að vinna með aðilum sem koma beint úr fersku háskólaumhverfinu og ég tel að tækifærin fyrir fyrirtæki hér á svæðinu séu gríðarlega mikil þar sem við búum á svæði sem nýtur sérstöðu samanborið við mörg önnur svæði á landinu.
Eru einhver verkefni í vinnslu núna?
Já, verið er að vinna eitt verkefni fyrir Reykjanesbæ í augnablikinu og tvö til viðbótar eru í farvatninu á svæðinu öllu.
Geturðu nefnt einhver?
Nemendur við Tækniháskóla Íslands eru að vinna þjónustukönnun fyrir MOA, sem þeir eru langt komnir með. Búið er að hringja í 600 íbúa og safna upplýsingum um ýmsa þjónustuþætti bæjarins. Þeir koma til með að nota ákveðna hugmyndafræði sem nefnist ServQual en hún byggir á því að kortleggja og meta til einkunnar þá þjónustu sem bærinn telur sig vera að veita og það hvernig íbúarnir upplifa svo sömu þjónustu í því skyni að komast að því hvort hinir ýmsu þjónustuþættir standast væntingar íbúanna.
Hvað gerir þetta fyrir atvinnulíf á Suðurnesjum?
Hugmyndaflug eigenda og stjórnenda og hæfni þeirra til að sjá möguleika á slíku samstarfi kemur til með að ráða því hvernig til tekst og hver ávinningurinn verður. Ef vilji er til að nýta sér þátttöku háskólanema við frekari uppbyggingu atvinnulífsins á svæðinu þá höfum við tækifæri til þess.
Hvar verða þessi verkefni birt?
Það verður nú sjálfsagt misjafnt hvar þessi verkefni verða birt. Eitthvað af þeim gæti orðið trúnaðarmál milli þess sem vinnur verkið og fyrirtækisins eða verkkaupans þar sem viðkvæmar trúnaðarupplýsingar sem varða samkeppnisstöðu fyrirtækisins verða til við slíka vinnu en ég geri ráð fyrir að niðurstöður
þjónustukönnunarinnar verði kynntar þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir og að ef unnið verður fleira í þessum dúr fyrir opinbera aðila, séu það upplýsingar sem liggi á lausu.
Er MOA með einhverjar fleiri hugmyndir í svipuðum dúr í farvatninu?
Við höfum auðvitað verið í samvinnu við ýmsa aðila og já, því er ekki að neita að við höfum séð tækifæri á samstarfi sem of snemmt er að opinbera á þessari stundu, hvert er.