Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heldur vel í þá stóru
Miðvikudagur 25. nóvember 2009 kl. 10:13

Heldur vel í þá stóru


Aflabrögðin hjá smábátnum Birtu Dís ÍS í Sandgerði hafa verið með miklum ágætum í nóvember og stefnir báturinn í að vera aflahæstur smábáta undir 10 tonnum, samkvæmt aflalista Gísla Reynissonar á www.aflafrettir.com

Það merkilega er að Birta Dís hefur verið að koma með meiri afla í einum róðri heldur en stóru bátarnir sem róa á sömu miðum frá Sandgerði. Afli Birtu er komin í rétt tæp 40 tonn úr ellefu róðrum í nóvember en mest hefur hún fengið 7,1 tonn í róðri sem verður að teljast afspyrnu gott.

Af aflabrögðum stærri bátanna sem róa frá Sandgerði má nefna að Óli á Stað GK hefur landað 54 tonnum í nóvember í 14 róðrum, mest 5,8 tonnum í einum róðri.
Þórkatla GK hefur landað tæpum 48 tonnum í 14 róðrum, mest 4,6 tonn í róðri.

VFmynd/elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024