Heldur Kaninn fjarskiptamiðstöðinni?
Bandaríkjaher hefur lagt ofuráherslu á að halda fjarskiptamiðstöðinni í Grindavík þrátt fyrir að meginstarfsemi hersins flytjist úr landi og virðist sem eitthvað hafi þokast í þá átt. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er herinn að koma upp bættu eftirlitskerfi í kringum fjarskiptamiðstöðina og má því leiða líkindum að því að þeir hafi fengið einhverskonar vilyrði fyrir að halda afnotum af stöðunni.
Fjarskiptamiðstöðin í Grindavík er ein mikilvægasta aðstaða Bandaríkjamanna á Íslandi og sendir út á mjög lágri tíðni, eða 25 riðum. Hún gegnir mikilvægu hlutverki í samskiptum kafbáta Bandaríkjahers frá Norður-Atlantshafi allt suður í Miðjarðarhaf. Kafbátarnir hafa allt að 11km langt „loftnet“ sem þeir draga á eftir sér til að ná fjarskiptasendingum.
Hins vegar er þeirri spurningu ósvarað hvað Íslendingar munu fá í skiptum.
VF-mynd/Þorgils
Fjarskiptamiðstöðin í Grindavík er ein mikilvægasta aðstaða Bandaríkjamanna á Íslandi og sendir út á mjög lágri tíðni, eða 25 riðum. Hún gegnir mikilvægu hlutverki í samskiptum kafbáta Bandaríkjahers frá Norður-Atlantshafi allt suður í Miðjarðarhaf. Kafbátarnir hafa allt að 11km langt „loftnet“ sem þeir draga á eftir sér til að ná fjarskiptasendingum.
Hins vegar er þeirri spurningu ósvarað hvað Íslendingar munu fá í skiptum.
VF-mynd/Þorgils