Heldur að bæta í vind og snjókomu
Að sögn Veðurstofunnar er heldur að bæta í vind og snjókomu á Suðvesturhorninu þannig að það stefnir að samgöngur raskist, eins og raunin er orðin.
Annars er spáin að það verði stormur, eða yfir 20 metra á sekúndu sunnan- og vestan til á landinu í dag.- Skaplegra veður er á norðan- og austanverðu landinu, þótt þar sé víða allhvasst.