Fimmtudagur 7. júní 2018 kl. 09:41
Héldu tombólu fyrir Rauða Krossinn
Aþena Ósk Davíðsdóttir og Lilja Bára Kristinsdóttir héldu tombólu fyrir utan búðina í Vogum þar sem þær seldu dót til styrktar Rauða Krossinum. Þær stöllur seldu miða fyrir 728 kr. og þakkar Gréta Morthens, þjónustufulltrúi Rauða Krossins þeim kærlega fyrir framtakið.