Heitt í kolunum á Vitanum í gær
-Sjálfstæðismenn funda um sjávarútvegsmál
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Gullbringusýslu héldu opinn fund um sjávarútvegsmál í veitingarhúsinu Vitanum Sandgerði í gærkvöldi. Gestir fundarinns voru Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og þingmennirnir Kristján Pálsson og Árni Ragnar Árnason. Menn létu sig ekki vanta á fundinn og voru óragir við að tjá sig um kvótamálin. Háttvirtir þingmenn og ráðherra héldu því fram að kerfið væri það besta sem þekktist í dag en sumir fundarmanna sögðu það vera handónýtt og það væri búið að ganga af Sandgerði og fleiri sjávarþorpum, dauðum.
Gott kerfi
Árni M. Mathiesen hélt stutta framsögu í upphafi fundarins þar sem hann fór yfir gerð og þróun kvótakerfisins. Hann sagði það vera erfitt starf að vera vísindamaður á Hafrannsóknarstofnun þar sem þau vísindi væru háð miklum skekkjumörkum. „Þessi skekkjumörk eru meiri en við héldum áður. Við getum samt verið ábyrgðarfull í stjórnun fiskveiða. Óvissan þýðir ekki að við getum veitt meira“, sagði Árni.
Sandgerði tekin af lífi
Þegar Árni hafði lokið máli sínu stóð einn fundarmanna upp. Hann sagðist vera harður andstæðingur núverandi kvótakerfis og sagði að kvótanum yrði ekki útdeilt til kvótakónga þar sem fólkið ætti kvótann. „Greifarnir skiptast á kvótum og Sandgerði hefur verið lögð niður. Bærinn hefur verið tekinn af lífi. Húsin standa tóm og takið eftir að þau eru máluð rauð, ekki blá. Ég legg til að tekin veðri afstaða gegn slíku óréttlæti!“
Okkur er að blæða út
Annar fundarmanna stóð upp og sagði kerfið vera handónýtt, það mætti henda því þar sem það skilaði hvort eð er ekki neinu. Hann sagði það jafnframt vera ómögulegt fyrir Sjálfsstæðisflokkinn að reyna að verja þetta kerfi fyrir mönnum sem störfuðu í greininni og vissu betur. „Horfum á staðreyndirnar. Við þurfum ekki að hlusta á hagfræðinga og aðra fræðinga. Ég bið menn, sem eru andvígir kerfinu, um að standa saman. Okkur litlu körlunum í þessari grein, er að blæða út.“ Einn fundarmanna var á þeirri skoðun að Íslendingar færu að dæmi Færeyinga og tækju upp dagakerfið, þar sem því fylgdi ekkert brottkast. „Í Færeyjum ríkir full sátt um það kerfi og ég hvet Árna til að kíkja þangað í heimsókn. „Þar er ekki skömmtunarkerfi heldur er því stjórnað hvernig á að veiða.“
Hafnar daga-og fyrningarkerfinu
Kristján Pálsson sagði að íslenski flotinn myndi ekki þola dagakerfið þar sem hann væri of stór. Með því yrði of mikil sókn á fáum dögum þó hann viðurkenndi að brottkastið yrði minna en með núverandi kvótakerfi. „Það er ekki rétt að allt sé dautt í Sandgerði. Hluti kvótans er farinn er hér eru öflug fyrirtæki. Höfnin tekur við svipað miklum afla og hún hefur gert undanfarin ár“, sagði Kristján og bætti við að ef fyrningarkerfið yrði tekið upp á Íslandi myndi verða upplausn á íslenskum sjávarútvegi. „Ef byggðaröskun mun eiga sér stað þá verður hún undir þeim formerkjum. Kvótakerfið eins og það er í dag, er það besta sem við höfum fundið. Auðvitað viljum við finna kerfi sem ríkir full sátt um. Það yrði sennilega að vera kerfi þar sem allir fengju að veiða frjálst. Ég myndi alla vega vilja hafa svoleiðis kerfi ef ég væri á sjó.“
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Gullbringusýslu héldu opinn fund um sjávarútvegsmál í veitingarhúsinu Vitanum Sandgerði í gærkvöldi. Gestir fundarinns voru Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og þingmennirnir Kristján Pálsson og Árni Ragnar Árnason. Menn létu sig ekki vanta á fundinn og voru óragir við að tjá sig um kvótamálin. Háttvirtir þingmenn og ráðherra héldu því fram að kerfið væri það besta sem þekktist í dag en sumir fundarmanna sögðu það vera handónýtt og það væri búið að ganga af Sandgerði og fleiri sjávarþorpum, dauðum.
Gott kerfi
Árni M. Mathiesen hélt stutta framsögu í upphafi fundarins þar sem hann fór yfir gerð og þróun kvótakerfisins. Hann sagði það vera erfitt starf að vera vísindamaður á Hafrannsóknarstofnun þar sem þau vísindi væru háð miklum skekkjumörkum. „Þessi skekkjumörk eru meiri en við héldum áður. Við getum samt verið ábyrgðarfull í stjórnun fiskveiða. Óvissan þýðir ekki að við getum veitt meira“, sagði Árni.
Sandgerði tekin af lífi
Þegar Árni hafði lokið máli sínu stóð einn fundarmanna upp. Hann sagðist vera harður andstæðingur núverandi kvótakerfis og sagði að kvótanum yrði ekki útdeilt til kvótakónga þar sem fólkið ætti kvótann. „Greifarnir skiptast á kvótum og Sandgerði hefur verið lögð niður. Bærinn hefur verið tekinn af lífi. Húsin standa tóm og takið eftir að þau eru máluð rauð, ekki blá. Ég legg til að tekin veðri afstaða gegn slíku óréttlæti!“
Okkur er að blæða út
Annar fundarmanna stóð upp og sagði kerfið vera handónýtt, það mætti henda því þar sem það skilaði hvort eð er ekki neinu. Hann sagði það jafnframt vera ómögulegt fyrir Sjálfsstæðisflokkinn að reyna að verja þetta kerfi fyrir mönnum sem störfuðu í greininni og vissu betur. „Horfum á staðreyndirnar. Við þurfum ekki að hlusta á hagfræðinga og aðra fræðinga. Ég bið menn, sem eru andvígir kerfinu, um að standa saman. Okkur litlu körlunum í þessari grein, er að blæða út.“ Einn fundarmanna var á þeirri skoðun að Íslendingar færu að dæmi Færeyinga og tækju upp dagakerfið, þar sem því fylgdi ekkert brottkast. „Í Færeyjum ríkir full sátt um það kerfi og ég hvet Árna til að kíkja þangað í heimsókn. „Þar er ekki skömmtunarkerfi heldur er því stjórnað hvernig á að veiða.“
Hafnar daga-og fyrningarkerfinu
Kristján Pálsson sagði að íslenski flotinn myndi ekki þola dagakerfið þar sem hann væri of stór. Með því yrði of mikil sókn á fáum dögum þó hann viðurkenndi að brottkastið yrði minna en með núverandi kvótakerfi. „Það er ekki rétt að allt sé dautt í Sandgerði. Hluti kvótans er farinn er hér eru öflug fyrirtæki. Höfnin tekur við svipað miklum afla og hún hefur gert undanfarin ár“, sagði Kristján og bætti við að ef fyrningarkerfið yrði tekið upp á Íslandi myndi verða upplausn á íslenskum sjávarútvegi. „Ef byggðaröskun mun eiga sér stað þá verður hún undir þeim formerkjum. Kvótakerfið eins og það er í dag, er það besta sem við höfum fundið. Auðvitað viljum við finna kerfi sem ríkir full sátt um. Það yrði sennilega að vera kerfi þar sem allir fengju að veiða frjálst. Ég myndi alla vega vilja hafa svoleiðis kerfi ef ég væri á sjó.“