Heitloftsþurrkun alfarið hætt í Garði eftir maí 2018
Fyrirtæki sem starfrækir heitloftsþurrkun fiskafurða í Garði hefur verið veitt starfsleyfi til loka maí 2018. Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs tók málið til umfjöllunar á fundi sínum í síðustu viku.
Í fundargerð bæjarráðs segir:
„Með vísan til þess að Heilbrigðisnefnd hefur samþykkt framlengt starfsleyfi vegna heitloftsþurrkunar fiskafurða til eins árs, ályktar bæjarráð að eftir maí 2018 verði heitloftsþurrkun fiskafurða alfarið hætt í Sveitarfélaginu Garði“.