Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heita vatnið komið í lag á ný
Eins og sjá má sprautaðist talsvert af heitu vatni úr rörinu í gær. VF/mynd Eyþór Sæm.
Fimmtudagur 21. júlí 2016 kl. 09:23

Heita vatnið komið í lag á ný

Unnið að viðgerð í Vogum

Heita vatnið er komið á alls staðar á Suðurnesjum nema í Vogunum, en búist er við að það komist í lag innan skamms. Íbúar í Reykajnesbæ, Garði og Sandgerði komust í bað í morgunsárið en vatnið var í fínasta lagi í Grindavík eins og áður hefur komið fram. Hitavatnsæð í Njarðvík rofnaði um klukkan 17:00 í gær og unnið var hörðum höndum í alla nótt til þess að bæta ástandið. Það virðist vera að hafast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024