Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 13. nóvember 2000 kl. 07:00

Heimsókn sendiherra Bandaríkjanna til Reykjanesbæjar:Afar hrifin af nýsköpun í atvinnulífið á svæðinu

Frú Barbara J. Griffiths, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi kom í heimsókn í Reykjanesbæ í boði bæjarstjóra, Ellerts Eiríkssonar, 8. nóvember s.l. til að kynna sér starfsemi fyrirtækja á svæðinu. Með henni var viðskiptafulltrúi sendiráðsins Edwin P. Brown. Sendiherrann heimsótti Bakkavör þar hún gæddi sér á ljúffengum sjávarafurðum og var að eigin sögn afar hrifin. Útileiktækjaverksmiðjan Barnagaman var heimsótt og einnig Sigurður Hólm sem framleiðir Undra-sápu af ýmsu tagi úr íslenskum kindamör. Þá kom frú Barbara J. Griffiths við í Gallerí Hringlist en þar tóku á móti henni nemendur úr tónlistarskólanum og léku fyrir hana á þverflautur. Hún kynnti sér einnig starfsemi tölvufyrirtækisins Softa og að lokum heimsótti hún Reykjaneshöllina þar sem hún var leyst út með gjöfum frá Reykjanesbæ. Frú Barbara J. Griffiths var afar hrifin af þeirri nýsköpun sem átt hefur sér stað í atvinnulífi hér syðra en Markaðs- og atvinnumálaskrifstofan, sem sá um skipulagningu heimsóknarinnar, bauð sendiherranum og viðskiptafulltrúa sendiráðsins í hádegismat og kynnti starfsemi skrifstofunnar um leið. Ellert Eiríksson sagði það ánægjulegt hvað erlendir gestir hafa haft mikinn áhuga á að koma til Reykjanesbæjar og kynna sér atvinnulífið og samfélagið en undanfarið hefur verið mikið um heimsóknir erlendra og innlendra gesta og fer þeim fjölgandi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024