Heimsókn frá Tékklandi
Sendinefnd frá Ungmennafélögum í Tékklandi kom í heimsókn til Íslands fyrir skömuu í boði Menntamálaráðuneytisins. Nefndin kom við í Grindavík og átti fund með Einari Njálssyni bæjarstjóra, Halldóri Ingvasyni félagsmálastjóra og Erlendi Kristjánssyni æskulýðsfulltrúa ríkisins. Þá kom nefndin við í grunnskólanum, sundlauginni, íþróttahúsinu og Þrumunni. Í lokin fengu þau að sjá saltfiskvinnslu í Vísi.