Heimkomu Íslendings fagnað
Formleg móttökuathöfn fyrir víkingaskipið Íslending fór fram í Listasafni Reykjanesbæjar í gær. Þar voru samankomnir ráðherrar, þingmenn, bæjarfulltrúar og fjölmargir aðrir gestir. Þá var bæjarbúum gefinn kostur á að skoða farkostinn og nýttu margir sér það boð. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra voru báðir í Reykjanesbæ við þetta tækifæri. Báðir lýstu þeir ánægju sinni með þau málalok að Íslendingur væri kominn heim og hefði framtíðaraðsetur í Reykjanesbæ.Við þetta tækifæri kynnti Guðmundur Jónsson, arkitekt, hugmyndir að víkingaþorpi á Fitjum. Hugmyndirnar eru stórar í sniðum og fullklárað myndi víkingaþorpið kosta hundruð milljóna. Hins vegar gera hugmyndirnar ráð fyrir því að þorpið yrði byggt í áföngum. Gert er ráð fyrir fjölda bygginga á svæðinu og inngangi á það um göng þar sem gestir myndu í raun ferðast aftur í tímann. Þá yrðu gestir klæddir í kupla til að setja enn frekari svip á fyrirhugað þorp.
Áður hefur komið fram að Reykjanesbær mun ekki sjálfur koma að byggingu þorpsins.
Myndin: Sturla Böðvarson samgönguráðherra, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ og Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri og smiður Íslendings.
Áður hefur komið fram að Reykjanesbær mun ekki sjálfur koma að byggingu þorpsins.
Myndin: Sturla Böðvarson samgönguráðherra, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ og Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri og smiður Íslendings.