Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Heimir fagnar auknum stuðningi við barnafólk
Mánudagur 5. desember 2005 kl. 17:59

Heimir fagnar auknum stuðningi við barnafólk

Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, fagnar yfirlýsingu Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, um hækkun styrkja til foreldra með börn í daggæslu hjá dagmæðrum. Í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir næsta ár eru gerðar tillögur um að hækka styrkinn um 127% eða í 25 þúsund krónur á mánuði fyrir heilsdags vistun barns hjá dagmóður.

Reykjanesbær er fjölskylduvænn bær sem gerir vel við börn og fjölskyldufólk. Bærinn er í mikilli sókn og fólksfjölgun er hröð og mikil. Stór hluti af nýjum íbúum er ungt fjölskyldufólk og því leggur Heimir mikla áherslu á að áfram verði vel hlúið að málefnum yngstu íbúanna, segir í tilkynningu frá Heimi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024