Heimilsköttur hreiðraði um sig í ruslagámi
Starfsmenn Kölku mættu óvenjulegum gesti þegar þeir mættu til vinnu í morgun. Heimilisköttur með þrjá kettlinga var búinn að hreiðra um sig í einum af ruslagámunum. Kötturinn er með ól um hálsinn og grár á lit.
„Kettirnir geta átt þetta til að hreiðra um sig hérna og er þetta ekki í fyrsta skiptið,“ sagði Sigurður Jónsson, starfsmaður Kölku. „Þó höfum við ekki fengið hingað heimiliskött sem er nýbúinn að fæða þrjá kettlinga.“
Ef einhver saknar læðunnar er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband við starfsmenn Kölku.
Læðan átti um helgina þrjá kettlinga og líður þeim vel.
Í þessum gámi hefur læðan komið sér fyrir í þessum fína pappakassa.