Heimilisófriður og hraðasektir
Lögreglumenn í Keflavík höfðu í nógu að snúast í allan dag. Tvívegis þurftu þeir svartklæddu að fara í heimahús þar sem tilkynnt hafði verið um heimilisófrið. Þá var tilkynnt um árekstur til lögreglu sem reyndist minniháttar og engin slys á fólki.Sjá mátti lögreglumenn á ómerktum bíl víða í Reykjanesbæ á þessum sólríka sunnudegi. Hvað þeir voru að vilja er ekki vitað en eitt er víst að nokkrir keyrðu full geyst á móti löggunni í dag. Einn var tekinn á 110 km. hraða, tveir voru á 111 km. hraða og einn á 119 þar sem hámarkshraðinn er 90 km . á klukkustund.
Óvenju margir hafa verið teknir frá áramótum fyrir of hraðan akstur og t.a.m. var einn tekinn á 140 km. hraða á föstudag.
Allir fá að greiða sekt til ríkissjóðs sem annars hefði getað dugað sem staðfesting inn á sólarlandaferð í sumar.
Óvenju margir hafa verið teknir frá áramótum fyrir of hraðan akstur og t.a.m. var einn tekinn á 140 km. hraða á föstudag.
Allir fá að greiða sekt til ríkissjóðs sem annars hefði getað dugað sem staðfesting inn á sólarlandaferð í sumar.