Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heimilið rænt meðan íbúar sváfu
Þriðjudagur 3. ágúst 2010 kl. 10:55

Heimilið rænt meðan íbúar sváfu


Bíræfnir þjófar rændu heimili í Reykjanesbæ aðfaranótt mánudags á meðan heimilisfólk svaf. Höfðu þeir á brott með sér tölvu og 42ja tommu flatskjá. Þá var síma stolið úr hjónaherberginu þar sem kona svaf ásamt tveimur börnum sínum. Heimilið er á neðri hæð á Kirkjuvegi 15 og hefur innbrotið átt sér stað á milli kl. 01:00 og 07:00. Ef einhver hefur orðið var við grunsamlegar mannaferðir á þessum tíma, eða býr yfir upplýsingum sem varpað gætu ljósi á málið, er viðkomandi vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögregluna í Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024