Heimildarmynd um eldgosið í Geldingadölum
Bæjarráð Grindavíkur hefur tekið vel í erindi frá Jóni Rúnari Hilmarssyni um samstarf um gerð á fyrirhugaðri heimildarmynd um eldgosið í Geldingadölum. Hefur bæjarstjóra verið falið að vinna málið áfram.
Grindvíkingar sjá tækifæri í að sýna myndina í Kvikunni í Grindavík, þar sem sett verður upp setur í tengslum við eldgosið. Einnig verið myndin notuð til kennslu í grunnskólum bæjarins.
Gerð myndarinnar hefur þegar hlotið 800 þúsund króna styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.