Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heimild til samvinnu frá velferðarráðherra
Sveitarfélögum á Suðurnesjum er nú heimilt að gera með sér samkomulag um þjónustuúrræði eins og þjónustu Hæfingarstöðvarinnar og Heiðarsels.
Fimmtudagur 4. febrúar 2016 kl. 07:13

Heimild til samvinnu frá velferðarráðherra

- Áframhaldandi samstarf um málefni fólks með fötlun

Sveitarfélögin fimm á Suðurnesjum hafa fengið heimild frá velferðarráðherra til að halda áfram samvinnu um málefni fólks með fötlun á þeim nótum sem verið hefur. 

Félagsþjónusturnar þrjár á Suðurnesjum; Í Reykjanesbæ, Grindavík og sameiginleg félagsþjónusta Sandgerðis, Garðs og Voga mynda nú eitt þjónustusvæði en ný lög sem tóku gildi um þar síðustu áramót kveða á um að samstarf sveitarfélaga skuli annað hvort vera í byggðasamlagi eða samstarfi þar sem eitt sveitarfélagið er svokallað leiðandi sveitarfélag. Bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar voru mótfallin því að starfsemin yrði í byggðasamlagi en voru reiðubúin til að vera leiðandi sveitarfélag. Hin sveitarfélögin vildu hins vegar stofna byggðasamlag. Félagsþjónusta Grindavíkur og sameiginleg félagsþjónusta Sandgerðis, Garðs og Voga og félagsþjónusta Grindavíkur óskuðu þá eftir undanþágu frá 8.000 íbúa lágmarki á þjónustusvæði fyrir fólk með fötlun en fengu synjum frá velferðarráðuneyti síðasta haust og því var málið í hnút. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samkvæmt niðurstöðu velferðarráðherra nú er sveitarfélögunum heimilt að reka þjónustuna áfram með sama hætti og verið hefur, meðal annars með vísan til þess að endurskoðun laga hafi ekki farið fram og ekki liggi fyrir hvort ákvæði um lágmarksstærð þjónustusvæða verði í lögunum og þá með hvaða hætti. Sveitarfélögunum er heimilt að gera með sér samkomulag um þjónustuúrræði eins og þjónustu Hæfingarstöðvarinnar og Heiðarholts. Þá munu sveitarfélögin stofna samráðsvettvang sem hefur það hlutverk að miðla þekkingu og upplýsingum, ræða sameignlega rekin þjónustuúrræði og leita leiða til að reka þjónustuna með sem hagkvæmustum hætti.