Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heimgreiðslur til foreldra tólf mánaða barna verði val
Þriðjudagur 21. febrúar 2023 kl. 06:56

Heimgreiðslur til foreldra tólf mánaða barna verði val

Heimgreiðslur til foreldra tólf mánaða gamalla barna sem fá ekki daggæslu fyrir börn sín voru til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur. Meirihluti bæjarráðs leggur upp með að heimgreiðslurnar verði ekki skilyrtar, heldur val foreldra frá tólf mánaða aldri, að loknu fæðingarorlofi, þangað til barnið fer í daggæslu eða á leikskóla.

Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í félagsmálanefnd og fræðslunefnd Grindavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024