Heimasíða Ljósanætur formlega opnuð í Skútanum
Ný heimasíða í tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ var formelga opnuð í hádeginu í Skútanum, hellinum við smábátahöfnina í Grófinni. Dagskrá Ljósanætur, sem verður mjög glæsileg og fjölbreytt var einnig kynnt en hún mun standa yfir dagana 5.- 8. september. Það var Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, sem opnaði síðuna ljosanott.is úr en hún var unnin af fyrirtækinu Dacoda sem er starfrækt hér í bæ. Að því loknu var boðið í grillveislu þar sem grillaðar voru pylsur og boðið upp á Coke.