Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heimanámsaðstoð í Bókasafni Reykjanesbæjar
Heimanámsaðstoðin fer fram í þægilegum húsakynnum Bókasafns Reykjanesbæjar.
Þriðjudagur 5. janúar 2016 kl. 14:48

Heimanámsaðstoð í Bókasafni Reykjanesbæjar

Starfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar og sjálfboðaliðar Rauða kross Suðurnesja bjóða upp á heimanámsaðstoð, - Heilakúnstir, fyrir börn í 4.-10. bekk. Þetta er í fyrsta sinn sem þjónusta er í boði.

Heilakúnstir er hópur barna frá 4. bekk sem hittist á mánudögum kl. 14-15.30 og á miðvikudögum kl. 14.30-16.00 í bókasafninu. Nemendur fá aðstoð við heimanám og skólaverkefni frá sjálfboðaliðum Rauða krossins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nemendur og sjálfboðaliðar hittast á neðri hæð safnsins í vinnuherbergi sem nefnist ,,Búrið“. Afslappað andrúmsloft er í forgrunni þar sem hver og einn hefur tækifæri til að vinna á eigin hraða.

Verkefnið er samstarfsverkefni Bókasafns Reykjanesbæjar og Rauða krossins á Suðurnesjum og er unnið að fyrirmynd Heilahristings sem er heimanámsaðstoð á vegum Borgarbókasafnsins.

Bókasafnið hentar vel fyrir starfsemi sem þessa þar sem það er hlutlaus, afslappaður og óformlegur staður þangað sem allir eru velkomnir. Segja má í raun að Bókasafnið sé eins konar gátt inn í samfélagið. Auk þess nýtist safnkostur Bókasafnsins vel í námi og leggur starfsfólk sig fram við að aðstoða nemendur og sjálfboðaliða í leit að gögnum og upplýsingum.

Heimanámsaðstoðin er ókeypis og allir eru velkomnir. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram.

Umsjón með heimanámsaðstoðinni hefur Kolbrún Björk Sveinsdóttir.

Leitað er eftir sjálboðaliðum í þetta verkefni sem heyrir undir Heimsóknarvini Rauða krossins. Samkvæmt reglum hans þurfa allir sjálfboðaliðar að skila inn hreinu sakavottorði.

Áhugasamir geta haft samband við skrifstofu Rauða krossins (Fanney) í síma 420-4700 eða sent póst á netfangið:[email protected].