Heima í gamla bænum
-gestir sæki armbönd í Duushúsum
Íbúar í gamla bænum í Keflavík standa fyrir heimatónleikum á Ljósanótt og bjóða bæjarbúum og gestum hátíðarinnar að njóta.
Fjórar hljómsveitir spila í jafnmörgum húsum í gamla bænum í Keflavík föstudaginn 4. september. Hver hljómsveit leikur tvisvar, 40 mínútur í senn. Dagskrá hefst kl. 21:00 og aftur kl. 22:00. Gestir geta því valið amk tvo tónleika eða gengið á milli og fengið brot af öllu.
Sígull verður á Melteig 8
Fram koma eftirtaldir listamenn af Suðurnesjum:
Æla
Trílogía
Gálan
SíGull
Miðasala fer fram á Tix.is og er miðaverð kr. 1500. Gestir fá armband, gegn kvittun um miðakaup, til að rölta á milli húsa ásamt korti af svæðinu í Duushúsum, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar á opnunartíma.
Gálan verður á Íshússtíg 6
*
Trílógía verður að Brunnstíg 3
Æla verður að Vallargötu 22