Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heilsustyrkir endurskoðaðir í Vogum
Laugardagur 24. janúar 2015 kl. 15:32

Heilsustyrkir endurskoðaðir í Vogum

Um nokkurra ára skeið hefur Sveitarfélagið Vogar greitt starfsfólki bæjarfélagsins styrki til heilsueflingar, gegn framvísun kvittunar fyrir árskorti í líkamsrækt, sund eða vegna kaupa á útivistarfatnaði eða öðru sambærilegu.

Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum segir að greiðslum þessum hefur verið ætlað það hlutverk að hvetja starfsfólk til að ástunda heilbrigðan lífsstíl og stunda reglubundna hreyfingu. Á síðasta fundi bæjarráðs var fjallað um heilsustyrkina og ákveðið að taka reglurnar til endurskoðunar. Markmiðið með endurskoðuninni er ekki síst að uppfæra reglurnar og með því móti skoða vandlega hvernig styrkirnir megi sem best virka sem hvatning til bættrar heilsu.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024