Heilsumessa í Keflavíkurkirkju
- Heilsu- og forvarnarvikan í Reykjanesbæ
Keflavíkurkirkja býður í heilsumessu í dag kl. 11:00, það verður einnig sunnudagaskóli í kirkjunni þar sem að gleðin verður við völd. Þakklæti og andleg heilsa verður gerð að umræðu í messunni.
Grænmetissúpa og gróft brauð verður borið fram af fermingarforeldrum, Arnór organisti og sr. Erla munu þjóna.