Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík: „Skóli á grænni grein“
Sunnudagur 6. maí 2007 kl. 17:44

Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík: „Skóli á grænni grein“

Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík fékk á dögunum viðurkenningu Landverndar að vera „SKÓLI Á GRÆNNI GREIN“ og stefnir hann á að fá afhentan GRÆNFÁNANN, sem er alþjóðleg viðurkenning og staðfesting á góðum ásetningi og virku umhverfisverndarstarfi. Það var fulltrúi landverndar sem kom í heimsókn og færði skólanum viðurkenningarskjal þess efnis á umhverfishátíð skólans. Á skjalinu stendur að þegar skólinn verður búinn að stíga "skrefin 7", til bættrar umhverfisstjórnunnar fái hann Grænfánann afhentan. Skólinn er búinn að gera fyrstu drög að umhverfisstefnu sem hefur það að markmiði að börn og starfsfólk læri að vernda og bera virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu. Lögð er áhersla á að bæta umhverfi skólans, flokka og nýta betur úrgang sem frá honum fer og minnka notkun á vatni og orku.
 
Í tilefni af Degi umhverfisins 25. apríl og viðurkenningunni var haldin umhverfisvika í Heilsuleikskólanum Króki. Unnið var með umhverfistengd verkefni alla vikuna þar sem börnin fræddust um náttúruvernd. Á deginum sjálfum hreinsuðu börnin nánasta umhverfi og starfsmenn og foreldra voru hvattir til að ganga eða hjóla í leikskólann til að sýna viljann í verki í umhverfismálum.
Í lok vikunnar var haldin umhverfishátíð í salnum þar sem nemendur sýndu afrakstur verkefna sem búin voru til úr rusli sem þau tíndu í nánasta umhverfi leikskólans. Einn hópurinn safnaði ruslinu í ruslafjall og mældu síðan hæð þess og breidd. Þau flokkuðu ruslið á spjöld og í fötur og bjuggu til vísur um rusl og drasl, sem þau fluttu fyrir alla.
 
Hægt er að kynna sér verkefnið og sjá nafn skólans ásamt fleirum á heimasíðu Landverndar.

 

Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024