Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heilsuleikskólinn Háaleiti fær Erasmus+ styrk
Fimmtudagur 30. júní 2016 kl. 06:00

Heilsuleikskólinn Háaleiti fær Erasmus+ styrk

Heilsuleikskólinn Háaleiti hefur fengið Eramus+ styrk til að vinna samstarfsverkefni með heilsuleikskólum í Noregi og Eistlandi. Verkefnið ber heitið „What´s your moove?“ og mun standa yfir næstu tvö árin. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar. Erasmus+ styrkir eru veittir af menntaáætlun Evrópusambandsins.

Háaleiti er stýriskóli verkefnisins og heldur utan um skýrslur og verkefnið í heild. Þá gerir styrkurinn skólanum kleift að ferðast til þessara landa, skoða og kynnast starfi samstarfsskólanna.
Háaleiti hefur verið að vinna markvisst að því að efla fjölbreytta hreyfingu leikskólabarna og er verkefnið enn einn liðurinn í því að skapa heilbrigðar venjur sem vonandi fylgja börnunum út í lífið. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á Háaleiti er búið að vinna með Young Athlete Program síðastliðin tvö ár en skólinn byrjaði sem þátttakandi í sambærilegu verkefni Special Olympics í Rúmeníu árið 2014. Young Athlete Program er verkefni á vegum alþjóðasamtaka Special Olympics sem hefur það að markmiði að efla hreyfiþjálfun og bæta hreyfifærni barna með sérþarfir.  Sérstök áhersla er lögð á gildi snemmtækrar íhlutunar og að bíða ekki eftir greiningu barnsins.