Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 9. desember 1999 kl. 22:22

HEILSUHORN MIÐBÆJAR OG VÍKURFRÉTTA Í JÓLASTEMMNINGU

Kaffiís og amerískt jólasælgæti Flestir byrja að undirbúa jólin í nóvember t.d. fara á konfektnámskeið, jólaföndurnámskeið eða bara á fitubrennslunámskeið svo að þau nái sínu markmiði fyrir jól. Það er ákveðin hefð hjá fólki að vera með gott konfekt og góðan rómaís í eftirrétt á jólunum. Það eru til óteljandi tegundir af ísum og konfekti, en mig langar að gefa ykkur lesendur góðir, uppskrift af kaffiís og amerísku jólasælgæti. Kaffiís: 50 gr. kaffibaunir, ómalaðar 2,5 dl. kaffirjómi 2 stk. eggjarauður 50g ljós hrásykur 1/2 tsk. rifinn sítrónubörkur (má sleppa) 2,5 dl. rjómi 1 msk. sykur Aðferð: Baunirnar eru malaðar eða steyttar mjög gróft og settar í pott með kaffirjóma, eggjarauðunum, hrásykri og sítrónuberki. Hitað mjög varlega og síðan látið malla við vægan hita og hrært stöðugt í þar til blandan þykknar. Þá er potturinn tekinn af hellunni og hrært áfram í á meðan blandan kólnar, þá er hún síuð í gegnum sigti. Þegar hún er alveg orðin köld er rjóminn þeyttur með sykrinum og blandað saman við með sleikju. Hellt í skál, sett í frysti og hrært í einu sinni eða tvisvar meðan blandan er að frjósa. Amerískt jólasælgæti. 1,5 dl. kornsíróp 3/4 dl. púðursykur 3/4 dl. sykur 1,5 dl. hnetusmjör 7 dl. kornfleks 2 dl. jarðhnetur (brytjaðar gróft) 200 gr. mjólkursúkkulaði. Aðferð: Kornsíróp, púðursykur og sykur er sett í pott, hitað rólega að suðu og hrært stöðugt í á meðan. Tekið af hitanum og hnetusmjörinu hrært saman við. Kornfleksinu og hnetunum er hrært saman við. Ferkantað form er klætt með álpappír, hann smurður með olíu og blöndunni jafnað í formið og þrýst vel niður. Súkkulaðið er brætt í vatnsbaði og smurt yfir. Kælt vel, tekið úr forminu og skorið í tígla. Góða skemmtun, Anna Sigríður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024