Fréttir

Heilsufarsmælingar á Reykjanesi
Fimmtudagur 8. febrúar 2018 kl. 12:52

Heilsufarsmælingar á Reykjanesi

SÍBS, Hjartaheill, Samtök sykursjúkra og Samtök lungnasjúklinga í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, munu bjóða íbúum Reykjaness upp á ókeypis heilsufarsmælingu í febrúar undir merkjum „SÍBS líf og heilsa" verkefnisins.

Mælingarnar ná til helstu áhættuþáttta lífsstílssjúkdóma þar sem mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun, mittismál og styrkur. Jafnframt gefst þátttakendum kostur á að svara spurningavagni um áhrifaþætti heilsu. Hjúkrunarfræðingur frá HSS verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd.

Niðurstöður mælinga og spurningakönnunar verða í kjölfarið sendar á þátttakendur þar sem þeir geta séð stöðu sína í samanburði við aðra á lokuðu svæði með skráningu í gegnum island.is. Í kjölfarið verða unnar heildarniðurstöður úr landshlutanum og þær sendar samstarfsaðilum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Íbúum á Reykjanesi verður boðið upp á heilsufarsmælingar í Grindavík, Sandgerði og Reykjanesbæ dagana 9., 12. og 13. febrúar.