Heilsu- og forvarnarviku á Suðurnesjum lokið

Heilsu- og forvarnarvika á Suðurnesjum fór fram vikuna 2. til 8. október sl. Tilgangur og markmið vikunnnar var að hvetja íbúa til heilsusamlegs lífernis.
Fjölmargar stofnanir sveitarfélaganna, fyrirtæki og einstaklingar buðu upp á metnaðarfulla dagskrá. Að auki var boðið upp á margs konar fyrirlestra um hreyfingu og heilsu. Mörg fyrirtæki voru með heilsuvörur á tilboði.

Með sameiginlegu framlagi þeirra fjölmörgu sem tóku þátt með einum eða öðrum hætti göngum við veginn fram á við til betri heilsu. Það er mikilvægt að huga að heilsu og forvörnum. Það er von okkar að Heilsu- og forvarnarvikan verði hvatning fyrir íbúa sveitarfélaganna til að halda áfram að hlúa að velferð sinni, fjölskyldu sinnar og nærumhverfis. Það skiptir máli að við hlúum vel hvort að öðru.

Við þökkum ykkur öllum fyrir þátttökuna og hlökkum til að efla vikuna enn frekar að ári með ykkur.
Allar ábendingar varðandi Heilsu- og forvarnarvikuna eru vel þegnar á netföng skipuleggjanda sem eru hér að neðan.

hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is
rut@sandgerdi.is
bjorg@grindavik.is
stefan@vogar.is
gudbrandurjs@svgardur.is