Heilsa og líkamsrækt í sumarbyrjun
Gleðilegt sumar!Í tilefni mikillar aukningar á líkamsrækt á síðustu árum, langar mig til að koma á framfæri nokkrum punktum fyrir byrjendur sem og lengra komna.Það hafa sjálfsagt allir einhvern tíma ákveðið að taka sig á og drifið sig í eróbikk, spinningtíma eða beint á hlaupabrettið og sett allt í botn til að brenna sem mestu, svitnað vel og mikið og verið viss um að nú hafi maður sko brennt helling af spiki. Komið svo dasaður heim og hreint ekki liðið vel. Vaknað daginn eftir og getað varla hreyft sig fyrir harðsperrum, böðlast yfir daginn, hreyfihömluð af sársauka vegna harðsperranna og heitið því að æfa aldrei aftur.Nauðsynlegt að teygja velEn svona þarf þetta ekki að vera. Harðsperrur eru kannski næstum óhjákvæmilegar í byrjun æfinga vegna slits á vöðvaþráðum við álag, þar sem vöðvinn er óvanur. Þeim er þó hægt að halda sem minnstum með réttum ráðstöfunum, t.d. að gera sér grein fyrir eigin takmörkunum við nýjar æfingar, hita vöðvana vel upp og teygja vel undan og eftir áreynslu.Sviti og næringÞegar óþjálfaður einstaklingur svitnar mikið vegna áreynslu, fer mikill hluti saltvatns, vítamína og steinefna, úr líkamanum. Þess vegna erum við dösuð eftir æfingar. Líkaminn heimtar þessi efni sem við vorum að losa okkur við. Vel þjálfaður einstaklingur svitnar meira en óþjálfaður, því líkaminn aðlagast reglulegri þjálfun og tekur betur við sér við hitaaukningu við áreynslu og losar því mun minna af þessum efnum úr líkamanum. Þar sem vatn er mikilvægasta næringarefni líkamans, verðum við að drekka það mikið vatn við æfingar, til að líkamsþyngdin haldist óbreytt eftir æfingar. Matarkúrar undir leiðsögnÞegar við byrjum að æfa er nauðsynlegt að fá þessi næringarefni úr fæðunni, fæðubótarefnum og/eða fjölvítamínum, t.d. Herbalife vörunum. Eitt verður þó að aðgæta og það er að fara aldrei á matarkúr án leiðsagnar og ef farið er á matarkúr með t.d. Herbalife eða öðrum fæðubótarefnum, og árangur næst, megum við ekki hoppa aftur í gamla farið og halda að aukakílóin séu farin fyrir fullt og allt. Þau gætu komið og jafnvel fleiri til, ef ekki er passað upp á mataræðið.Betri árangur meðeinkaþjálfaraÁrangrinum verður að viðhalda, hann helst ekki þó honum hafi verið náð. Það er stanslaus vinna að halda sér í góðu formi og gildir það fyrir alla. Ekki þýðir að benda á fæðubótarefnið ef farið er aftur í gamla farið; það virkaði, þú klikkaðir. Til að tryggja sem mestan árangur á sem bestum tíma, er ráðlagt að fara til einkaþjálfara sem skrifar æfingaprógramm og leiðbeinir þér í gegnum æfingarnar og tryggir að þær séu rétt gerðar og skili bestum árangri á sem skemmstum tíma.Sérstakar æfingarfyrir hvern og einnFlestar æfingastöðvar eru með þjálfara sem leiðbeina fólki í tækjasal og nauðsynlegt er að hlusta vel á þá þegar þeir koma með punkta og leiðbeiningar. En fyrir byrjendur í slæmu ástandi, t.d. bakveika, þá sem eru að ná sér eftir meiðsli eða sem eiga við offituvandamál að stríða, er ráðlegt að fá sér einkaþjálfara. Einkaþjálfun er þó ekki bara fyrir þessa hópa. Ef þig langar að styrkja þig vel og bæta á þig nokkrum kílóum af vöðvamassa, er einkaþjálfun besti kosturinn. Góður einkaþjálfari leggur metnað sinn í þinn árangur, því það er hans árangur í starfi.Reglulegar æfingar gera gagnEf árangri á að viðhalda verða æfingarnar að vera reglulegar. Ef æft er óreglulega og mikið í senn, helst árangurinn mun skemur en ella. Við reglulegar æfingar dregur þú úr streitu, bætir svefninn, eykur hreyfigetu liða (sem dregur úr hættu á stirðleika og sársauka þegar þú eldist), eykur blóðstreymi til húðar (gerir hana fallegri og heilbrigðari), bætir þolið, eykur sjálfstraustið, minnkar líkur á krabbameini, dregur úr bakverkjum... listinn er endalaus!Reglulegar æfingar geta einnig gert meðgöngu og fæðingu auðveldari og ánægjulegri, minnkað líkur á æðahnútum, þunglyndi og offitnun. Þær hraða grunnefnaskiptum líkamans, þannig að þú brennir fleiri hitaeiningum við áreynslu og jafnvel í hvíld og svefni.Vöðvar þyngri en fitaUm leið og þú byrjar að æfa batnar líkamlegt ástand þitt, en ef þú ert í slæmu líkamlegu ástandi ættir þú að búast við því að framfarir taki lengri tíma. Láttu það ekki draga úr þér kjark, þó þú léttist ekki mikið fyrstu vikurnar. Reglulegar æfingar brenna ekki eingöngu fitunni burt, heldur byggir upp vöðva og þar sem eðlismassi vöðvans er mun meiri en fitunnar má alls ekki fara eftir vigtinni einni saman.Konur geta lyft lóðumFlestar konur eru hræddar við að auka vöðvamassa sinn og hlífa sér um of við æfingar. Staðreyndin er sú að vöðvarnir stækka aldrei svo að konur verði of massaðar, nema við kraftlyftingar. Lögun líkamans breytist við nýjar æfingar og þanngi gæti ummál á vissum svæðum aukist lítillega en staðnar svo. Við þessa breytingu mótast líkaminn og verður hraustlegri og fallegri.Nú er komið sumar og tilvalið að breyta um lífsstíl og njóta þess að vera lifandi, heilbrigð og hress. Gangi ykkur vel og njótið lífsins í hraustum líkama og heilbrigðri sál.Keðja, Hilmir Ingi Jónsson einkaþjálfari