Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heillaður af Reykjanesinu
Miðvikudagur 20. september 2017 kl. 11:48

Heillaður af Reykjanesinu

Iñigo Pedrueza Carranza heimsótti Ísland í vor og ferðaðist meðal annars um Reykjanesið, fór í Bláa Lónið, gekk Hópsneshringinn í Grindavík og skoðaði Garðskagavita. Hann tók margar fallegar myndir í ferðinni og virðist hafa heillast af náttúru Íslands og Bláa Lóninu.

Hann lýsir ferðinni sinni um Reykjanesið á einstakan hátt en þar segir hann meðal annars að það hafi verið ótrúleg tilfinning að finna kraftinn í jörðinni og hvernig hún öskraði á hann. Honum fannst líka sjóðandi vatnið og krafturinn úr jörðinni ótrúlegt sjónarspil. Hann mælir með því að ferðamenn skoði Reykjanesskagann áður en þeir fara í Lónið til þess að undirbúa sig betur fyrir Lónið sjálft.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Svona lýsir hann hluta af heimsókn sinni í Bláa Lónið: „Tíminn stöðvast og manni líður eins og maður sé staddur í öðrum heimi. Þegar maður lítur í kringum sig er þoka búin að umlykja mann og steikjandi hiti.“ Hér má lesa blogg um ferð hans í Bláa Lónið og meðfylgjandi myndir eru frá Facebook- síðu Iñigo.