Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heilir á húfi og þakka veitta aðstoð
Þriðjudagur 2. mars 2021 kl. 20:42

Heilir á húfi og þakka veitta aðstoð

Starfsmenn Veðurstofunnar sem björgunarsveitir aðstoðuðu í nágrenni við Keili á Reykjanesskaga seinni partinn í dag eru heilir á húfi og komnir til byggða. Starfsmennirnir urðu viðskila þegar þeir voru við mælingar á Reykjanesskaga. Vegna slæmra veðurskilyrða kölluðu þeir eftir aðstoð björgunarsveita.

Starfsmennirnir voru ekki á skilgreindu hættusvæði og gátu gefið upp staðsetningar sínar með GPS tækjum.

„Veðurstofan þakkar björgunarsveitafólki og þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar fyrir veitta aðstoð,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024