Heildartekjur hæstar í Grindavík
- Í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum undir landsmeðaltali
Grindvíkingar voru með hæstu meðallaun á Suðurnesjum á síðasta ári, eða rúmlega 477.417 krónur á mánuði. Þetta kemur fram í samantekt um meðaltal heildartekna einstaklinga á vef Hagstofunnar. Meðaltalið á landsvísu var 450.000 krónur á mánuði. Heildartekjur voru hæstar á landinu í Garðabæ á síðasta ári, eða 568.417 krónur.
Meðallaun íbúa á Suðurnesjum á síðasta ári voru eftirfarandi:
Garður 392.333 krónur
Grindavík 477.417 krónur
Reykjanesbær 410.250 krónur
Sandgerði 392.667 krónur
Vogar 380.083 krónur
Niðurstöður samantektar á vef Hagstofunnar byggja á skattframtölum einstaklinga sem eru skattskyldir hér á landi og hafa skilað framtali til Ríkisskattstjóra.